Arches
Arches þjóðgarðurinn er í austur Utah, þar má finna um 2000 náttúrulega steinboga. Við höfðum ætlað að gista í þjóðgarðinum en það reyndist vera allt fullbókað. Við tjölduðum því í Moab en áttum stórkostlegann dag í Arches. Það var mikið gengið til að sjá sem mest. Veðrið var stórkostlegt. Oft þurfti þolinmæði við að bíða eftir að fólk færi frá steinbogunum, því margir vildu láta taka mynd með sér og landslaginu.
Read More