Bryce Canyon
Við ókum frá Zion á mánudagskvöldi í Bryce Canyon þjóðgarðinn (national park). Þar höfðum við ætlað að tjalda, en tjaldstæðið var fullbókað. Við héldum við að tjaldstæði fyrir utan þjóðgarðinn og tjölduðum þar. Morguninn eftir fórum við beint á tjaldstæðið í Bryce Canyon og fundum laust pláss sem við tókum frá fyrir kvöldið. Á þriðjudagskvöldi héldum við að Sunrise Point og tókum myndir við sólarupprásina. Við héldum svo í Queen's Garden og gengum niður í gljúfrið. Við gengum svo upp hluta af Navajo leiðinni að Sunset Point. Gljúfrið er fullt af svokölluðum Hoodoos, en það er sérkennilega veðraður sandsteinn. Við ókum svo aðeins um garðinn og seinna um daginn gengum við Peekaboo leiðina. Þegar við komum til baka um kvöldið á tjaldstæðið voru tveir ferðalangar að koma sér fyrir í plássinu okkar, við bendum þeim kurteislega á að við færum búin að bóka plássið og að þau þyrftu að leita annað, sem þau gerðu. Morguninn eftir var bíllinn hélaður enda er frost 200 daga á ári í Bryce Canyon.
Read More