Capitol Reef
Til Capitol Reef (national park) komum við á fimmtudegi. Við byrjuðum á að skoða Chimney Rock (ekki sá sami og í Kodachrome) og fórum svo út að svokölluðu Goosneck. Eftir myndatökur á þessum stöðum var haldið í upplýsngamiðstöðina og skoðað hvað væri í boði. Ég hringdi í Arches til að athuga með tjaldstæðí en það reyndist allt vera fullt. Við héldum því áfram að skoða og fórum í Capitol Gorge gilið. Þar mátti finna nöfn fólks greypt í steininn. Flestir höfðu verið á ferðinni í kringum 1900.
Read More