Kodachrome - Escalante
Á miðvikudegi var stefnan sett á Capitol Reef þjóðgarðinn. Fyrst var þó stopp í Kodachrome þjóðgarðinum, sem rekin er af Utah (state park). Sá er nefndur eftir filmu frá Kodak. Þar gengu við tvo hringi. Annars vegar eftir jafnsléttu og hins vegar upp á smá hæð sem gaf okkur útsýni yfir næsta nágrenni. Á leiðinni til baka í fyrri hringnum heyrðum skrölt, fyrst hélt ég að þetta væri planta en þegar nánar var að gáð sáum við skröltorm. Fyrstu viðbrögð voru að eltast við hann til að ná mynd en þegar hann hvarf inn í runnana sáum við að það væri nú ekki sniðugt að elta hann meir. Við fórum svo og skoðuðum Chimney Rock við héldum för okkar áfram. Á leiðnni að Capitol Reef fórum við yfir smá fjallveg og lentum þar í smá snjókomu. Sem betur fer var það ekki mikill snjór því bílinn var náttúrlega á sumardekkjum. Það stefndi því allt í kalda nótt og ákváðum við að leigja okkur smáhús í Torrey til að sofa nú vel.
Read More