Las Vegas
Ferðalagið hófst og lauk í Las Vegas. En þangað komum við seint föstudagskvöldið 6. apríl. Daginn eftir gengum við um "the Strip" og skoðuðum spilavítin. Þarna mátti finna eftirlíkingar af hinum ýmsu mannvirkjum, pýramídarnir, Eifelturninn og margt fleira. Við skruppum einnig í Walmart til að birgja okkur upp fyrir ferðalagið fram undan.
Read More