Zion þjóðgarðurinn
Zion þjóðgarðurinn (national park) er í Utah. Þar komum við á laugardagskvöldi og tjölduðum. Við fengum okkur smá kvöldgöngutúr. Daginn eftir var ferðast um þjóðgarðinn. Ekki má fara á einkabílum, heldur þarf að nýta sér rúturnar sem keyra um þjóðgarðinn, en það kostar ekki aukalega. Við gengum áleiðist á Angel landing, ég lét mér þó nægja Scouts lookout. Við héldm svo inn í Zion narrows sem er djúpt gil og rennur á þar í gegn. Við óðum ánna eins og við gátum, en án vatnsheldra poka utan um myndavélarnar komumst við ekki langt. Gaman væri að fara aftur seinna.
Read More