1. dagur: Bourg d'Oisans - Belle
Fyrsti dagurinn var jafnframt lengstur og með mesta hækkun. Við gengum frá d'Oisans (720 m) upp til Le Chatelard (1.400 m). Þaðan var haldið áfram í gegnum þorpin Hameau de Maronne og Le Rosai (1.500 m) í gegnum skarðið Col de Sarenne (2.000 m). Þá tók við lækkun niður í þorpið Clavans de Haut (1.400 m) og áfram í gegnum þorpið Clavans le Bas (1.300 m). Þá var komið að því að halda upp á við aftur í þorpið Besse (1.550 m) og smá spöl áfram að tjaldstæðinu Le Gay (1.575 m). Þar drifu við upp tjöldin og elduðum okkur 3 mínútna pasta með tómatsósu úr túpu.
Read More