4. dagur: Mizoén - Vénosc
Við héldum frá Mizoén eftir að hafa fengið staðgóðan morgunverð. Við byrjuðum á að lækka okkur nokkuð en þurftum að fara krókaleið því stíflan yfir Romanche var lokuð vegna viðhalds. Við lentum í smá vandræðum með að finna rétta leið, en það hafðist að lokum. Fyrsta þorpið á leiðinni var Mont-de-Lans og þar hugðumst við kaupa mat fyrir daginn. Okkur til mæðu kom í ljós að það var engin búð í þorpinu og ekkert hægt að kaupa þar. Á gönguleið dagsins voru ekkert nema minni smáþorp án þjónustu og því úr vöndu að ráða. Við tókum á það ráð að stökkva upp í stólalyftu og halda upp í Le deux Alps. Þar reyndir vera nóg af búðum. Við gengum í gegnum bæinn og svo niður til Vénosc þar sem við fundum stúdíóíbúð sem við gistum í.
Read More