Perlan (GCK8ED) geocache
Eftir að hafa fundið fyrsta Geocachið var haldið áfram og haldið upp að Perlu og þar fann ég mitt annað cache. Ég labbaði náttúrlega beint á punktinn og ruddist gegnum trén eins og fílaði mig mjög aulalega þegar ég fann punktinn alveg við stíginn. Boxið hafði blotnað og innihaldið var gegnsósa. Að auki vantaði penna til að skrifa í loggbókina, þannig að ég fór seinna um daginn, stakk tveimur pennum í boxið og setti boxið í plastpoka.
Read More