gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Hornstrandir
  2. Horn 2007

Dagur 1: Veiðileysufjörður - Horn

Við fórum 14. júlí siglandi í Veiðileysufjörð með Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar. Við vorum þrír sem fórum labbandi þaðan yfir í Hornvík í gegnum Hafnarskarð. Ferðinni var heitið í Stígshús að Horni. En þar er föðuramma mín Rebekka Stígsdóttir fædd og uppalin. Húsið er kennt við föður hennar. Foreldrar hennar voru Stígur Vagn Bæring Haraldsson frá Horni og Jóna Eileifína Jóhannesdóttir frá Grunnavík. Gönguferðin gekk vel. Það voru 2 aðrir hópar sem komu með sama bát og gengu sömu leið. Veðrið var ágætt og gangan gekk ágætlega. Á nokkrum stöðum var fönn sem þurfti að labba yfir. Við þurftum að fara yfir á á einum stað í á leiðinni upp að Hafnarskarði og fundum okkur snjóbrú. Þegar koma að lokahækkuninni vorum við komnir upp í mikla þoku og þurftum að fara í gegnum snjó upp nokkurn bratta. Það gekk hálferfiðlega að finna réttu leiðinni en með því að rýna í GPS tækið fundum við réttu stefnuna og lentum inn á slóð í gegnum snjóinn. Upp í skarðinu fengum við okkur smávegis að borða og héldum svo áfram niður í Hornvíkina. Í stað þess að halda okkur vestan megin við Víðirsánna fórum við austan með henni og fórum það neðarlega yfir hana að við þurftum að vaða hana. Fórum svo beint að ósnum og óðum hann. Mýrin var þurr, en sandurinn var leiðinlegur yfirferðar. Við lögðum að stað rétt fyrir hádegi og vorum komnir rétt fyrir sex að kvöldi. Gangan var 15,1 km og vorum við tæpa 6 klukkustundir á leiðinni. Hækkun var um 520 metrar. Er ég þá búinn að rölta rúma 400 kílómetra á árinu með Útivist, Ferðafélagi Íslands og fleirum.
Read More
  • Leiðin úr Veiðileysufirði yfir Hafnarskarð að Horni. Auðvitað var ekki svona mikill snjór - en þessi mynd frá Google Earth er frá öðrum tíma árs.

    Leiðin úr Veiðileysufirði yfir Hafnarskarð að Horni. Auðvitað var ekki svona mikill snjór - en þessi mynd frá Google Earth er frá öðrum tíma árs.

  • Komnir af stað og þoka framundan

    Komnir af stað og þoka framundan

  • Horft út Veiðileysufjörðinn og Jökulfirðina yfir að Bolungarvík.

    Horft út Veiðileysufjörðinn og Jökulfirðina yfir að Bolungarvík.

  • Karlsstaðadalur

    Karlsstaðadalur

  • Untitled photo
  • Í Hafnarskarði.

    Í Hafnarskarði.

  • Horft niður í Veiðileysufjörð.

    Horft niður í Veiðileysufjörð.

  • Hornvíkin framundan

    Hornvíkin framundan

  • Untitled photo
  • Hafnarósinn í Hornvík

    Hafnarósinn í Hornvík

  • Þessi var ekki alltof sátt við heimsóknina

    Þessi var ekki alltof sátt við heimsóknina

  • Hornvíkin - hvergi fegurra

    Hornvíkin - hvergi fegurra

  • Sofið í stofunni í Stígshúsi eftir góða göngu

    Sofið í stofunni í Stígshúsi eftir góða göngu

  • Untitled photo
  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2021 SmugMug, Inc.
    Komnir af stað og þoka framundan
    Horft út Veiðileysufjörðinn og Jökulfirðina yfir að Bolungarvík.
    Karlsstaðadalur