gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Hornstrandir
  2. Horn 2007

Dagur 2: Horn - Látravík

Sunnudaginn 15. júlí var ákveðið að taka smá hring og labba í gegnum Almenningaskarð yfir í Hornbjargsvita og svo heim aftur í gegnum Kýrskarð. Gangan gekk vel, veður var ágætt og gott að ganga yfir í Látravíkina, leiðin stikuð um leið og komið var upp í skarðið en ekkert í Innstadal. Svolítið erfiðara að fara yfir Kýrskarðið, leiðinlegri slóð, en allt vel stikað. Upp í Kýrskarðinu var ákveðið að fara upp á klettavegg milli Kýrskarðs og Hestskarðs. Þar nutum við útsýninsins og drekka kakó. Á leiðinni niður úr skarðinu var tekin stefna á Innstadal þegar við vorum í 200 metra hæð í stað þess að fara niður að Kýránni. Annar ferðafélaginn hélt að við kæmust niður hjá Steinþórsstandi en svo reyndist ekki vera, hinn hélt að við gætum komist í Innstadal í gegnum klettabelti, hvorugur hafði rétt fyrir sér og ekki hlustað á þá framar. Við fórum aftur upp og héldum sem leið lá í Innstadalinn.

Gangan var 17,5 kílómetrar og tók 7 klukkustundir og mesta hækkun var 540 metrar.
Read More
  • Untitled photo
  • Grasi gróið upp að bjargbrún

    Grasi gróið upp að bjargbrún

  • Horft úr Almenningaskarði

    Horft úr Almenningaskarði

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Hornbjargið séð úr Látravík

    Hornbjargið séð úr Látravík

  • Í Látravík

    Í Látravík

  • Á leið upp úr Látravík, Kýrskarð til vinstri, Hestur fyrir miðju og Hestskarð til hægri
Hestur er lítið fell/fjall undir Hestskarði og má sjá á  mynd tekna af Axarfjalli

    Á leið upp úr Látravík, Kýrskarð til vinstri, Hestur fyrir miðju og Hestskarð til hægri Hestur er lítið fell/fjall undir Hestskarði og má sjá á mynd tekna af Axarfjalli

  • Untitled photo
  • Látravík. Hornbjargsviti. 2007.

    Látravík. Hornbjargsviti. 2007.

  • Hornbjargsviti í Látravík

    Hornbjargsviti í Látravík

  • Upp í Kýrskarði rakst ég á þessa ferðamenn sem ég kannast ekkert við

    Upp í Kýrskarði rakst ég á þessa ferðamenn sem ég kannast ekkert við

  • Horft yfir Kýránna

    Horft yfir Kýránna

  • Leiðin niður úr Hafnarskarði, sem við fórum frá Veiðileysufirði

    Leiðin niður úr Hafnarskarði, sem við fórum frá Veiðileysufirði

  • Horft út austanverða Hornvíkina, Hornið, Ystidalur, Miðfellið og Miðdalur. Stígshús og Frimannshús undir Miðdalnum.

    Horft út austanverða Hornvíkina, Hornið, Ystidalur, Miðfellið og Miðdalur. Stígshús og Frimannshús undir Miðdalnum.

  • Tröllakambur, Rekavík, Rekavíkurfjall, Hvannadalur, Hælavíkurbjarg og Súlustapi

    Tröllakambur, Rekavík, Rekavíkurfjall, Hvannadalur, Hælavíkurbjarg og Súlustapi

  • Horft yfir Kýrskarð að Axarfjalli, Kýrdalur á hægri hönd.

    Horft yfir Kýrskarð að Axarfjalli, Kýrdalur á hægri hönd.

  • Horft niður í Hestskarð, Dögunarfell, Miðfell og Hornbjarg fjær

    Horft niður í Hestskarð, Dögunarfell, Miðfell og Hornbjarg fjær

  • Háumelar og Hafnarsandur yfir að Darra og Einbúa, Rekavíkurfjall og Hælavíkurbjarg

    Háumelar og Hafnarsandur yfir að Darra og Einbúa, Rekavíkurfjall og Hælavíkurbjarg

  • Látravík þar sem Hornbjargsviti stendur, Blakkibás gengur inn í landið.

    Látravík þar sem Hornbjargsviti stendur, Blakkibás gengur inn í landið.

  • Hér hefur verið gengið í sandinum

    Hér hefur verið gengið í sandinum

  • Hestur, Hestskarð, vinstra megin og Kýrskarð hægra megin

    Hestur, Hestskarð, vinstra megin og Kýrskarð hægra megin

  • Döggunarfellið

    Döggunarfellið

  • Múlinn, Jörundur og Kálfatindar

    Múlinn, Jörundur og Kálfatindar

  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2023 SmugMug, Inc.
    Látravík þar sem Hornbjargsviti stendur, Blakkibás gengur inn í landið.
    Hér hefur verið gengið í sandinum
    Hestur, Hestskarð, vinstra megin og Kýrskarð hægra megin