gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Hornstrandir
  2. Horn 2007

Dagur 2: Horn - Látravík

Sunnudaginn 15. júlí var ákveðið að taka smá hring og labba í gegnum Almenningaskarð yfir í Hornbjargsvita og svo heim aftur í gegnum Kýrskarð. Gangan gekk vel, veður var ágætt og gott að ganga yfir í Látravíkina, leiðin stikuð um leið og komið var upp í skarðið en ekkert í Innstadal. Svolítið erfiðara að fara yfir Kýrskarðið, leiðinlegri slóð, en allt vel stikað. Upp í Kýrskarðinu var ákveðið að fara upp á klettavegg milli Kýrskarðs og Hestskarðs. Þar nutum við útsýninsins og drekka kakó. Á leiðinni niður úr skarðinu var tekin stefna á Innstadal þegar við vorum í 200 metra hæð í stað þess að fara niður að Kýránni. Annar ferðafélaginn hélt að við kæmust niður hjá Steinþórsstandi en svo reyndist ekki vera, hinn hélt að við gætum komist í Innstadal í gegnum klettabelti, hvorugur hafði rétt fyrir sér og ekki hlustað á þá framar. Við fórum aftur upp og héldum sem leið lá í Innstadalinn.

Gangan var 17,5 kílómetrar og tók 7 klukkustundir og mesta hækkun var 540 metrar.
Read More
  • Untitled photo
  • Grasi gróið upp að bjargbrún

    Grasi gróið upp að bjargbrún

  • Horft úr Almenningaskarði

    Horft úr Almenningaskarði

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Hornbjargið séð úr Látravík

    Hornbjargið séð úr Látravík

  • Í Látravík

    Í Látravík

  • Á leið upp úr Látravík, Kýrskarð til vinstri, Hestur fyrir miðju og Hestskarð til hægri
Hestur er lítið fell/fjall undir Hestskarði og má sjá á  mynd tekna af Axarfjalli

    Á leið upp úr Látravík, Kýrskarð til vinstri, Hestur fyrir miðju og Hestskarð til hægri Hestur er lítið fell/fjall undir Hestskarði og má sjá á mynd tekna af Axarfjalli

  • Untitled photo
  • Látravík. Hornbjargsviti. 2007.

    Látravík. Hornbjargsviti. 2007.

  • Hornbjargsviti í Látravík

    Hornbjargsviti í Látravík

  • Upp í Kýrskarði rakst ég á þessa ferðamenn sem ég kannast ekkert við

    Upp í Kýrskarði rakst ég á þessa ferðamenn sem ég kannast ekkert við

  • Horft yfir Kýránna

    Horft yfir Kýránna

  • Leiðin niður úr Hafnarskarði, sem við fórum frá Veiðileysufirði

    Leiðin niður úr Hafnarskarði, sem við fórum frá Veiðileysufirði

  • Horft út austanverða Hornvíkina, Hornið, Ystidalur, Miðfellið og Miðdalur. Stígshús og Frimannshús undir Miðdalnum.

    Horft út austanverða Hornvíkina, Hornið, Ystidalur, Miðfellið og Miðdalur. Stígshús og Frimannshús undir Miðdalnum.

  • Tröllakambur, Rekavík, Rekavíkurfjall, Hvannadalur, Hælavíkurbjarg og Súlustapi

    Tröllakambur, Rekavík, Rekavíkurfjall, Hvannadalur, Hælavíkurbjarg og Súlustapi

  • Horft yfir Kýrskarð að Axarfjalli, Kýrdalur á hægri hönd.

    Horft yfir Kýrskarð að Axarfjalli, Kýrdalur á hægri hönd.

  • Horft niður í Hestskarð, Dögunarfell, Miðfell og Hornbjarg fjær

    Horft niður í Hestskarð, Dögunarfell, Miðfell og Hornbjarg fjær

  • Háumelar og Hafnarsandur yfir að Darra og Einbúa, Rekavíkurfjall og Hælavíkurbjarg

    Háumelar og Hafnarsandur yfir að Darra og Einbúa, Rekavíkurfjall og Hælavíkurbjarg

  • Látravík þar sem Hornbjargsviti stendur, Blakkibás gengur inn í landið.

    Látravík þar sem Hornbjargsviti stendur, Blakkibás gengur inn í landið.

  • Hér hefur verið gengið í sandinum

    Hér hefur verið gengið í sandinum

  • Hestur, Hestskarð, vinstra megin og Kýrskarð hægra megin

    Hestur, Hestskarð, vinstra megin og Kýrskarð hægra megin

  • Döggunarfellið

    Döggunarfellið

  • Múlinn, Jörundur og Kálfatindar

    Múlinn, Jörundur og Kálfatindar

  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2023 SmugMug, Inc.
    Leiðin niður úr Hafnarskarði, sem við fórum frá Veiðileysufirði
    Horft út austanverða Hornvíkina, Hornið, Ystidalur, Miðfellið og Miðdalur. Stígshús og Frimannshús undir Miðdalnum.
    Tröllakambur, Rekavík, Rekavíkurfjall, Hvannadalur, Hælavíkurbjarg og Súlustapi