Dagur 3: Fjölgun á Horni
Mánudaginn 16. júlí bættust í hópinn mamma og pabbi, systir mín og systurdætur. Komu þau með sér birgðir fyrir sem nægt hefði heilu heimsálfunum. Mágur minn tók að sér að rýja hausinn á bróðir mínum og var ekkert hár eftir á hausnum. Hurðin að hjáleigunni var brotin upp, en fyrri leigjandi hafði skellt á hana hengilás af einhverjum ástæðum. Ekkert gengið að viti þann daginn. Þess í stað var dagurinn nýttur til stíflustyrkingar og gerð miðlunarlóns og brúargerðar í bæjarlæknum með eldri systurdótturinni.
Read More