Dagur 4: Horn og Ystidalur
Þann 17. júlí fórum við í smá göngu til að kanna lönd forfeðrana. Farið var út á Hornið sjálft og labbað eftir Hornbjarginu meðfram öllum Ystadal. Þá var haldið niður aftur á kambinn og labbað út undir bjarg, svo var labbað eilítið til baka og niður í fjöruna og aftur undir bjargið áður en haldið var heim. Í Ystadal mættum við tófu sem greinilega bjóst við að fá eitthvað að fá að borða hjá okkur. Á leiðinni heim gengum við fram á yrðling sem hafði dottið eitthvað og gat lítið hreyft afturlappirnar.
Þetta voru 7 kílómetrar sem gengum á tæplega 3 klukkustundum. Hækkunin var tæplega 240 metrar.
Read MoreÞetta voru 7 kílómetrar sem gengum á tæplega 3 klukkustundum. Hækkunin var tæplega 240 metrar.