Dagur 5: Rekavík og Atlaskarð
Þann 18. júlí var okkur feðgum skutlað yfir í Rekavík á gúmmítuðrunni. Við löbbuðum úr Rekavíkinni í Atlaskarð og horfðum niður í Hælavíkina. Atlaskarðið er á milli Darra og Rekavíkurfjalls. Svo var snúið við niður Rekavíkina og farið til baka. Við tókum nestishlé á sólpallinum á húsi sem fauk fyrir nokkrum árum. Svo var farið fyrir Tröllakamb og Hafnarnes. Á leiðinni eru tóftir frá verslunarhúsi Ásgeirsverslunar. Veðrið var indælt.
Þetta voru 12 kílómetrar sem við gengum á tæpum 6 klukkustundum. Hækkunin var tæplega 340 metrar.
Read MoreÞetta voru 12 kílómetrar sem við gengum á tæpum 6 klukkustundum. Hækkunin var tæplega 340 metrar.