Dagur 6: Viðbeinsbrot
Fimmtudaginn 19. júlí var mikil traffík. Föðurbróðir minn og hans fjölskylda bættust í hópinn ásamt systur minni. Vorum við nú orðin 12 í Stígshúsi. Einnig kom 20 kvenna hópur á leið í Látravík. Konurnar fóru upp á Hornbjarg og svo yfir Miðfellið. Þar strikaði einni fótur og féll 20-30 metra og viðbeinsbrotnaði. Var það um fimmleytið. Heyrðum við hluta af samskiptum hópsins við Ísafjarðarradíó en ekki tilefnið. Við urðum vör við að þrjár stefndu á bæinn og fórum við á móti þeim. Sú viðbeinsbrotna og vinkona hennar biðu svo hjá okkur eftir björgunarbátnum frá Ísafirði. Það reyndist svo vera varðskip sem náði í þær og skutlaði þeim á Ísafjörð og voru þær komnar upp úr tvö um nóttina á Ísafjörð. Sögðust þær ætla að koma daginn eftir og halda göngunni áfram.
Við gerðum einnig tilraun til að höggva rekavið. Keðjusögin virkaði þó ekki og illa gekk að koma rekaviðnum í minni búta.
Read MoreVið gerðum einnig tilraun til að höggva rekavið. Keðjusögin virkaði þó ekki og illa gekk að koma rekaviðnum í minni búta.