Dagur 7: Hetju fylgt í Látravík
Föstudaginn 20. júlí bætist enn í hópinn. Kærasta bróður míns og sonur mættu á svæðið og vorum við orðin 14. Einnig kom með bátnum konan sem viðbeinsbrotnaði daginn áður ásamt vinkonu sinni. Fórum við feðgar, föðurbróðir minn og systir og gerðumst fylgdarmenn hennar. Veðrið var gott og við fórum upp Almenningaskarð. Þegar við fórum niður skarðið í Látravík mættum við kvennahópnum og mynduðu þær stafagöng fyrir hetjuna og fylgdarliðið. Svo var stoppað í Hornbjargsvita þar sem Stíg úr Stígshúsi var fagnað. Við löbbuðum í gegnum Kýrskarð á leiðinni til baka og niður að Kýrá og meðfram henni. Þar hittum við kvennahópinn aftur - en þær fóru öfugan hring.
Við löbbuðum 14,2 kílómetra og tókum í það 7 klukkustundir, með klukkustunda stoppi í vitanum. Hækkanirnar voru tvær, önnur um 280 metrar upp í Almenningaskarðið og hin 320 metrar upp í Kýrskarðið.
Read MoreVið löbbuðum 14,2 kílómetra og tókum í það 7 klukkustundir, með klukkustunda stoppi í vitanum. Hækkanirnar voru tvær, önnur um 280 metrar upp í Almenningaskarðið og hin 320 metrar upp í Kýrskarðið.