Dagur 8: Letidagur
Það var lítið gert að viti þennan daginn. Við feðgar drösluðum upp einum vænum rekaviðarbol. Við erum orðnir voða flinkir með spilið og ljósavélina. Bolnum var svo stillt upp og er tilbúinn til að vera sagaður í sundur - en keðjusöginn vildi ekki þýðast okkur svo næstu ábúendur fá heiðurinn af því að breyta rekaviðnum í eldivið. Systurdóttir fann sér þessi fínu vaðstígvél og prófaði þau á pallinum.
En sem sagt ekkert gengið utan 400 metra með drumbinn væna.
Read MoreEn sem sagt ekkert gengið utan 400 metra með drumbinn væna.