Dagur 9: Gengið um Miðdal
Sunnudaginn 22. júlí skrapp ég upp í Miðdal og gekk þar um. Ég fór inn eftir víkinni áður en uppganga hófst, væntanlega upp hestagötu sem var rutt í gegnum klettabbelti í Bæjarbrúnini um 1880 af Stíg Stígssyni. Fór upp í hlíðar Miðfells og kíkti yfir bjargbrúnina. Þóttist sjá tóftir á nokkrum stöðum. Það var mikil þoka efst í dalnum. Ég var í stuttbuxum og eftir nokkuð labb var ég farinn að blotna niður í skónna. Ég fann mér stórann stein og prílaði upp á hann, fór úr skóm og hellti vatninu úr þeim. Fór líka úr sokkum, sneri upp á þá og lagði til þerris meðan ég drakk kókómjólk.
Leiðin var 5,5 kílómetrar á tæplega þremur klukkustundum og hækkunin var 300 metrar.
Read MoreLeiðin var 5,5 kílómetrar á tæplega þremur klukkustundum og hækkunin var 300 metrar.