Bolungarvík - Hornvík
Á þriðja degi héldum við frá Bolungarvík í Hornvík. Leiðin lá yfir víkina að Seli (eyðibýli) þar sem gangan upp á Skarðsfjall hófst. Við stefndum á Göngumannaskörð. Við héldum svo þaðan niður í Barðsvík. Næst tók við príl upp á Smiðjuvíkurháls. Í stað þess að fara niður í Smiðjuvík héldum við hæðinni og fórum inn með víkinni og þaðan út aftur á Smiðjuvíkurbjarg. Við tókum myndir af Drífanda og héldum svo yfir Hólkabætur í Hrollaugsvík. Þar héldum við upp á Axarfjall og niður í Látravík að Hornbjargsvita. Þar borðuðum við harðfisk og héldum svo áfram upp Almenningaskarð og niður í Hornvík að Horni.
Veganlengd: 25,7 km. Tími: 12:05 Hraði: 2,1 km/klst. Mesta hækkun: 370 metrar. Heildarhækkun er áætluð 1.400 metrar.
Read MoreVeganlengd: 25,7 km. Tími: 12:05 Hraði: 2,1 km/klst. Mesta hækkun: 370 metrar. Heildarhækkun er áætluð 1.400 metrar.