Labbað úr Hornvík yfir Atlaskarð
Sunnudaginn 17. ágúst fórum við í dagsferð. Við gengum frá Horni inn Hornvík yfir Hafnarsand, fyrir Hafnarnes og yfir Tröllakamb í Rekavík bak Höfn. Ekki var mikið um rekaviðinn í Rekavíkinni. Við fórum í sólbað á pallinum þar sem eitt sinn stóð bústaður. Við héldum upp í Atlaskarð og eilítið niður Hælavíkur megin. Þar las Erna úr "Í barndómi", eftir Jakobínu Sigurðardóttur, en hún fæddist í Hælavík 8. júlí 1918. Við héldum svo til baka eftir að hafa áð. Við fórum að sjálfsögðu yfir Kýrvaðið en ekki ósinn, eins amma vill að við gerum.
Gangan var 21,1 kílómetri og fórum við leiðina á 9 klukkustundum og 20 mínútum.
Read MoreGangan var 21,1 kílómetri og fórum við leiðina á 9 klukkustundum og 20 mínútum.