Reykjarfjörður - Bolungarvík
Á öðrum degi var haldið frá Reykjarfirði til Bolungarvík. Fyrst lá leiðin upp á Reykjarfjarðarháls. Við héldum yfir hálsinn og niður í Þararlátursfjörð sunnan við Óspakshöfða. Við þurftum að vaða smá á á leið okkar yfir fjörðinn. Næst var haldið yfir Svartaskarðsheiði og stefnan sett á Svartaskarð. Þegar upp í Svartaskarð var komið blasti við útsýni yfir Furufjörð og Bolungarvíkurófæru. Þar var hækkun aðalhækkun dagsins. Við héldum niður í Furufjörð og að húsunum þar. Skoðuðum bænhúsið að utan og innan. Við þurftum svo að hafa okkur öll við að komast út Furufjörðinn á fjöru. Í Bolungarvík gistum við hjá Reimari.
Vegalengd: 18,5 km. Tími: 7:54. Hraði: 2,3 km/klst. Mesta hækkun: 390 metrar
Heildarhækkun 550 metrar.
Read MoreVegalengd: 18,5 km. Tími: 7:54. Hraði: 2,3 km/klst. Mesta hækkun: 390 metrar
Heildarhækkun 550 metrar.