Álfsstaðir - Rangali
Á þriðja degi var vaknað snemma og haldið af stað frá Álfsstöðum og farið upp á við og fyrir Mánafellið. Við héldum svo niður í Sópanda þar sem við drifum okkur í að skipta yfir í vaðskónna til að nýta okkur hádegisfjöruna. Selirnir fylgdust með okkur vaða þarann fyrir Einbúa. Við náðum að komast fyrir Miðkjós á gönguskónnum og héldum inn í Rangala. Þar gengum við Maxime um og leituðum að góðu tjaldstæði sem við fundum hinum megin við ánna í Rangala. Þar var slegið upp tjöldum og eldaður kvöldmatur.
Read More