Grunnavík - Flæðareyri
Jökulfjarðaferð Skunda hófst á siglingu frá Bolungarvík yfir í Grunnavík í dásamlegu veðri og nær spegilsléttum sjó. Í Grunnavík var byggðin skoðuð og svo þrammað upp í kirkjuna að Stað í Grunnavík. Kirkjan var tekin út að innan og utan, sem og kirkjugarðurinn. Frá Staðarkirkju var gengið eftir vegi sem lagður á síðustu árum byggðar í hreppnum. Farið var upp á Staðarheiði eftir veginum og niður hjá Höfðaströnd. Hópurinn gekk svo út að eyðibýlinu Kollsá áður en haldið var áfram að Flæðareyri. Þar var tjöldum slegið upp og gengið upp á Höfða þar sem útsýnisskífa er staðsett. Eftir kvöldmat var svo farið í létta kvöldgöngu inn að Dynjanda.
Read More