Horn - Miðdalur
Á sjötta degi var farið stutta göngu í svartaþoku. Fyrst var gengið út á Horn og reyndu ferðafélagarnir að rýna fram af bjargbrúninni í þokunni. Þá var haldið til baka og borðað nesti á pallinum við Stígshús og svo haldið upp í Miðdal. Lítið var að sjá á þeirri göngu, ekkert sást í Jörund eða Kálfatinda. Miðdalsvatnið virtist heilt úthaf í þokunni.
Read More