Hornvík - Látravík - Hornvík
Á fimmta degi var haldið í göngu frá Stíghúsi. Gengið far inn og upp úr Miðdal í Almenningaskarð og þaðan niður að Hornbjargsvita í Látravík. Þoka náði lengst niður í vikuna. Eftir að hafa skoðað Blakkabás og stigann upp frá lendingunni var áð við vitann. Þegar hópurinn var saddur var haldið af stað á ný og stefnan sett á Kýrskarð. Þar var næðingur og haldið strax niður að Kýrvaði og þaðan að Drífanda. Þar í kring sáu glöggir ferðafélagar baunagras sem reyndust full af smábaunum.
Read More