Rangali - Hornvík
Á fjórða degi var haldið úr Lónafirði upp með ánni í Rangalaskarð. Það var mikil þoka og því gengið eftir GPS tækinu. Útsýni var því lítið sem ekkert og fáar myndir teknar. Þegar niður úr Rangalaskarði var komið í Hornvík var haldið í Kýrdal og farið niður að Kýrvaði. Þaðan var haldið út Hornvíkina fram hjá Drífanda og að Stíghúsi.
Read More