Stígshús - Atlaskarð - Stígshús
Á sjöunda degi var stefnan sett á Atlaskarð. Þokunni hafði létt töluvert og komið ágætis skyggni. Á leiðinni var stoppað við landvarðarhúsið, spjallað við landvörðinn og smellt af nokkrum myndum af refum. Þá var haldið áfram inn í Rekavík bak Höfn yfir Tröllakamb og haldið upp í Atlaskarð. Þar kastaði hver og einn þremur steinum í Atladys. Eftir að hafa horft yfir Hælavíkina var haldið til baka.
Read More