3. dagur: Látrar - Fljótavík
Við héldum frá Látrum og fylgdum veginum áleiðis þar til við sáum ofan í Rekavík, þá fórum við út af veginum og upp Grafahlíð. Þar reyndust vera góðar vörður sem við fylgdum yfir Tunguheiði. Við fórum niður í Fljótavík við Nónfell og komum fyrst að Tungu. Við óðum svo yfir Fljótsvatn, hefðum þurft að vera aðeins sunnar en þetta gekk samt. Við gengum svo að Atlastöðum í gegnum blauta mýri, og svo áfram á þurru að tjaldstæðinu. Þar rétt hjá er slysavarnarskýli.
Read More