Horn -frágangur 2013
Við vorum fjórir sem sem skruppum 22. september 2013 í Hornvík til að ganga frá Stíghúsi. Vatnið var tekið af og vatnslagnir tæmdar. Frostlegi helt í vatnslása. Ísvara í olíuna. Hatturinn settur á skorsteininn. Dýnur reistar upp á rönd. Gúmmítuðran og utanborðsmótorinn tekin með til baka á Ísafjörð.
Read More