Húsavíkurfjall
Ég fór upp á Húsavíkurfjall 4. ágúst. Það var hellirigning og þoka þennan dag - en samt var ætt áfram. Ég gerði þau mistök að kveikja á gemsanum þegar upp var komið og svaraði einu SMS og slökkti svo. Síminn virkaði ekki meira þann daginn - einhver raki hefur komist í hann. Skyggni var sem sagt ekkert og lítið tekið af myndum. Upp á fjallið er jeppaslóði því þar er endurvarpsstöð af einverju tagi.
Leiðin sem var farin er 6,5 kílómetrar og var farin á tæpum tveimur tímum. Hækkun var 340 metrar.
Read MoreLeiðin sem var farin er 6,5 kílómetrar og var farin á tæpum tveimur tímum. Hækkun var 340 metrar.