gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivera
  2. Eigid rap

Gígjökull - Húsdalur - Básar - Fimmvörðuháls - Skógar

Eftir að hafa rápað um Hornstrandir var stefnan sett á Fimmvörðuháls. Ég fór með Pierre af stað 20. ágúst. Við tókum rútu í Húsadal, en það var stoppað við Gígjökul. Við gengum fyrst að Sönghelli, héldum svo upp á Valahnúk, næst niður í Langadal og svo í Bása. Á öðrum degi fórum við í alla afkima Stakkholtsgjár og fundum þar tvo fossa, vel falda. Á bakaleið fórum við útidúr inn Hvannárgil, snerum við eftir að við vorum komnir í algjörar ófærur. Við fórum upp úr Hvannárgili upp á Vestrihatt og tókum nokkrar myndir.

Á þriðja degi var farið upp á Fimmvörðuháls. Veður var sæmilegt megnið af leiðinni. Við fórum um Morinsheiði og tókum myndir og héldum svo beina leið áfram. Við lendum í smá vandræðum með að komast að skálanum og þurftum að vaða smá á sem er tekin að myndast þegar líður á daginn. Fljótlega eftir að í skálann var komið fór að rigna og rigna og rigna. Ekkert varð að gönguferð á jökul eða um nágrenni skálans. Við fórum með Uwe skálaverði í "vatnstöku" - þ.e. við náðum í jökul til að þíða á eldavélinni. Skálinn var ágætur.

Á fjórða degi var haldið að af stað niður í Skóga. Það var grenjandi rigning allan tímann. Þegar niður var komið biðum við í nokkurn tíma eftir rútunni sem fór með okkur í bæinn.
Read More
  • Gígjökull

    Gígjökull

  • Untitled photo
  • Gígjökull

    Gígjökull

  • Horft í Gígjökul

    Horft í Gígjökul

  • Horft úr Sönghelli

    Horft úr Sönghelli

  • Pierre myndar í Sönghelli

    Pierre myndar í Sönghelli

  • Pierre á leið úr Sönghelli

    Pierre á leið úr Sönghelli

  • Horft af Valahnúk út Þórsmörk

    Horft af Valahnúk út Þórsmörk

  • Vaðið yfir Krossá að Langadal

    Vaðið yfir Krossá að Langadal

  • Horft inn að Básum og Mýrdalsjökul, næst Álfakirkja og Vestrihattur og svo Hvannárgil

    Horft inn að Básum og Mýrdalsjökul, næst Álfakirkja og Vestrihattur og svo Hvannárgil

  • Untitled photo
  • Horft yfir Bása í Goðalandi.

    Horft yfir Bása í Goðalandi.

  • Einhyrningur til vinstri, Hattafell fyrir miðju, Stórkonufell til hægri

    Einhyrningur til vinstri, Hattafell fyrir miðju, Stórkonufell til hægri

  • Einhyrningur

    Einhyrningur

  • Untitled photo
  • Markarfljót

    Markarfljót

  • Tindafjöll

    Tindafjöll

  • Pierre og Þórsmörk

    Pierre og Þórsmörk

  • Untitled photo
  • Skagfjörðsskáli Ferðafélagsins

    Skagfjörðsskáli Ferðafélagsins

  • Horft frá Básum yfir að Valahnúk og Langadal

    Horft frá Básum yfir að Valahnúk og Langadal

  • Pierre stikar yfir sprænu

    Pierre stikar yfir sprænu

  • Untitled photo
  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2021 SmugMug, Inc.