Krafla
Við feðgar fórum upp á Kröflu 5. ágúst. Eitthvað áttum við erfitt með að fara eftir leiðarlýsingunni í þokunni - en komumst að lokum upp. Útsýni var takmarkað - en af og til létti til og var þá hægt að taka eina og eina mynd. Við löbbuðum illa lagaða áttu (8). Leiðin sem við fórum var leiðinleg að því leiti að það var mikil leðja. Leðjan festist við skósólana og má segja að við höfum vaxið um 1-2 sentimetra og þyngst um nokkur kílógrömm.
Leiðin sem við fórum var 5,2 kílómetrar og fórum við hana á tveimur tímum. Hækkunin var 260 metrar.
Read MoreLeiðin sem við fórum var 5,2 kílómetrar og fórum við hana á tveimur tímum. Hækkunin var 260 metrar.