Syðridalur - Seljalandsdalur
Við keyrðum inn Syðridal eins og við treystum okkur til. Vegslóðinn var frekar leiðinlegur. Við gengum svo eftir vegslóðanum upp á Reiðhjalla og út með honum þar til við vorum komnir fyrir Heiðarfell og sáum upp Heiðarskarð. Héldum yfir Heiðarskarðið í snjó sem var ágætur yfirferðar. Þegar yfir skarðið var komið blasti við útsýni niður Hnífsdalinn. Við gengum svo yfir snjó upp í Þjófaskörð. Þar blasti við Seljalandsdalurinn og hluta Holtahverfsins. Við fórum svo að gönguskíðaskólanum þar sem við höfðum skilið bíl eftir.
Read More