Vífilsfell - Maríuhellir
Ég mætti galvaskur við skrifstofu Ferðafélags Íslands 9. júní rétt fyrir 10. FÍ hafði auglýst á vefnum sínum ferð að Glym og á Hvalfell í Hvalfirði. Þegar á reyndi mætti enginn fararstjóri og skrifstofan var harðlæst og enginn miði um að ferðin hefði verið felld niður. Við vorum nokkur sem ákváðum að úr því við værum nú búin að smyrja nesti þá kæmi ekki til greina að fara og borða það þar. Við settum stefnuna á Vífilsfell og paufuðumst þar upp. Við vorum 5 og kom það sér vel að ég var nýbúinn að fara í morgungöngu með Ferðafélaginu. Við hjálpuðumst öll að finna næstu stikur í þokunni. Við fundum okkur ágætis skjól í smá laut í klettunum og fengum okkur nesti þar. Þar kom ein úr hópnum með fullan poka af Freyju draum og bauð okkur hinum. Að lokinni göngunni settum við stefnuna á Heiðmörk og brugðum okkur í Maríuhelli.
Gangan upp á Vífilsfell var 4,8 kílómetrar og tók okkur tæplega þrjá og hálfa klukkustund. GPS tækið sagðist hafa verið mest í 673 metrum, en ég held að það séu ýkjur eða óskhyggja upp á einhverja tugi metra. En hækkunin hefur verið rúmlega 400 metrar.
Read More