Helgufoss í Mosfellsdal
Ég fór í þriðju hanagalsgönguna með Ferðafélagi Íslands miðvikudaginn 9. maí. Nú var farið á slóðir nóbelsskáldsins Halldórs Laxness. Gengið var upp að Helgufossi í mjög góðu veðri. Morgunleikfimi var gerð eftir smálabb. Við löbbuðum frá Gljúfrasteini eftir vegslóða sem er þá hægra megin við ánna. Slóðinn er ca 2 km. og þá þurftum við að finna stað til að fara yfir ánna. Ekki þurfti að vaða, við fundum steina til að hoppa yfir, en það var betra að vera stafi til að komast yfir. En restin af leiðinni var eftir kindaslóðum. Þetta var mjög góður göngutúr og vel þess virði að labba.
Við Helgufoss var spurningakeppni, þ.e. göngumenn áttu að koma með góðar spurningar og fengu verðlaun fyrir ef fararstjóranum hugnaðist spurningin. Ég nældi mér í árbók Ferðafélags Íslands 2005 með því að spyrja hvenær Ferðafélagið var stofnað. FÍ er 80 ára í ár og var þá stofnað 1927, í Eimskipafélagshúsinu ef ég náði svarinu rétt. Bókin er hin eigulegasta.
Við gengum 6 km. á einni og hálfri klukkustund.
Read MoreVið Helgufoss var spurningakeppni, þ.e. göngumenn áttu að koma með góðar spurningar og fengu verðlaun fyrir ef fararstjóranum hugnaðist spurningin. Ég nældi mér í árbók Ferðafélags Íslands 2005 með því að spyrja hvenær Ferðafélagið var stofnað. FÍ er 80 ára í ár og var þá stofnað 1927, í Eimskipafélagshúsinu ef ég náði svarinu rétt. Bókin er hin eigulegasta.
Við gengum 6 km. á einni og hálfri klukkustund.