Owner Log In

gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivera
  2. Ferdafelag Islands

Nýársganga 2008

Sunnudaginn 14. janúar fór ég í borgargöngu Hornstrandarfara FÍ. Við löbbuðum frá skrifstofu FÍ í Mörkinni eftir Suðurlandsbrautinni að Steinahlíð. Steinahlíð er leikskóli og var gjöf til Barnavinafélagsins Sumargjöf. Við löbbuðum næst meðfram Sæbrautinni og inná Drekavog. Á horni Drekavogs og Efstasunds er hús sem áður stóð við Aðalstræti 6 og var byggt 1825. Næst litum við á Sólheima 5, hús sem reist var 1957-59 og er friðað sem dæmi um hús byggð á 20. öldinni. Það var teiknað af Gunnari Hanssyni. Við héldum áfram göngunni að Gunnarshúsi að Dyngjuvegi. Það var reist af Gunnari Gunnarssyni rithöfundi og teiknað af Hannesi Kr. Davíðssyni. Við héldum svo að Brúnavegi og skoðuðum þar Gamla pósthúsið. Húsið var reist 1847 og stóð þar sem nú er Hótel Borg og er pósthúsið sem Pósthússtræti heitir eftir. Að síðustu stöldruðum við að Laugatungu í Grasagarði Reykjavíkur. Pétur H. Ármannsson sá um leiðsögn og við löbbuðum tæpa 7 kílómetra á um tveimur klukkutímum.
Read More
  • Leiðin séð í Google Earth

    Leiðin séð í Google Earth

  • Lagt af stað frá Mörkinni 6, höfuðstöðvum Ferðafélagsins

    Lagt af stað frá Mörkinni 6, höfuðstöðvum Ferðafélagsins

  • Horft til baka eftir göngustígnum

    Horft til baka eftir göngustígnum

  • Á Steinahlíð er þetta skilti að finna

    Á Steinahlíð er þetta skilti að finna

  • Hópurinn fyrir utan Steinahlíð

    Hópurinn fyrir utan Steinahlíð

  • Steinahlíð eitt af dagvistunarheimilum Reykjavíkur. Húsið er teiknað af dönskum arkitekt. Erfingjar húsbyggjenda gáfu það Barnavinafélaginu Sumargjöf.

    Steinahlíð eitt af dagvistunarheimilum Reykjavíkur. Húsið er teiknað af dönskum arkitekt. Erfingjar húsbyggjenda gáfu það Barnavinafélaginu Sumargjöf.

  • Hópurinn liðaðist áfram

    Hópurinn liðaðist áfram

  • Gamla Aðalstræti 6, byggt 1825, vék fyrir Morgunblaðshöllinni. Það er nú að Efstasundi 99.  Það er eitt af elsu húsum Reykjavíkur og nú er verið að gera það upp.

    Gamla Aðalstræti 6, byggt 1825, vék fyrir Morgunblaðshöllinni. Það er nú að Efstasundi 99. Það er eitt af elsu húsum Reykjavíkur og nú er verið að gera það upp.

  • Efstasund 100 (?). Það var reist árið 1901 og þá á horni Vatnsstígs og Laugavegar

    Efstasund 100 (?). Það var reist árið 1901 og þá á horni Vatnsstígs og Laugavegar

  • Sólheimar 5 byggt á 7. áratugnum. Húsið er friðað sem dæmi um byggingastíl þess tíma.

    Sólheimar 5 byggt á 7. áratugnum. Húsið er friðað sem dæmi um byggingastíl þess tíma.

  • Hús Gunnars Gunnarssonar rithöfundar

    Hús Gunnars Gunnarssonar rithöfundar

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Pósthúsið sem Pósthússtræti er kennt við. Húsið stóð við Pósthússtræti 11 (Hótel Borg) en stendur nú við Brúnaveg 8.

    Pósthúsið sem Pósthússtræti er kennt við. Húsið stóð við Pósthússtræti 11 (Hótel Borg) en stendur nú við Brúnaveg 8.

  • Hópurinn liðast fram hjá gamla pósthúsinu

    Hópurinn liðast fram hjá gamla pósthúsinu

  • Pósthúsið

    Pósthúsið

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Fáum við brauð?

    Fáum við brauð?

  • Fyrir utan Laugatungu

    Fyrir utan Laugatungu

  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2021 SmugMug, Inc.