Vífilsfell
Ég fór í aðra morgungönguna með Ferðafélaginu 8. maí 2007. Nú var farið á Vífilsfell. Það var kalt, erfitt, mikið upp í mót, flestir aðrir með miklu meira þol eða með öðrum orðum mjög gaman. Þetta reyndi mun meira á en Helgafellið. Útsýnið var gott og flott að horfa yfir. GPS tækið fríkaði út og það tók nokkurn tíma að hreinsa ferlinn. Þetta voru semsagt 4,5 km. og við vorum komin á toppinn kl. 7.33 og tók gangan alls 2 klst. Við munum hafa verið 47 í þessari hanagalsgöngu.
Read More