Úthlíð - Geysir (Kóngsvegurinn 6)
Ég fór með Útivist í sjötta áfanga Kóngsvegarins 13. maí. Að þessu sinni lá leiðin frá Úthlíð að Geysi. Við tókum krók og fórum að Hrauntúnstjörnum og skoðuðum okkur um þar. Við kræktum niður á veg til að komast yfir Andalæk og fórum upp með Sölvagili. Einhverjir fóru upp á Bjarnarfell, en ég og fleiri fórum meðfram Stakksá og þræddum gil. Svo var áð á Stakkatúni. Áfram var svo arkað niður í Helludal og leitað að vaði yfir Kaldalæk, en það bara ekki árangur. Við tók þá stefnuna niður á veg og svo að Strokki sem tók smá spýu í tilefni komu okkar. Veðrið var ágætt og gott skyggni, en stundum var lognið að flýta sér.
GPS-tækið segir þetta hafa verið 12,7 km. og við löbbuðum þá á 5 klukkutímum.
Fararstjóri var Steinar Frímannsson sem er aldrei öruggur að eigin sögn.
Read MoreGPS-tækið segir þetta hafa verið 12,7 km. og við löbbuðum þá á 5 klukkutímum.
Fararstjóri var Steinar Frímannsson sem er aldrei öruggur að eigin sögn.