gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivera
  2. Kongsvegurinn

Geysir - Gullfoss (Kóngsvegurinn 7)

Ég náði að fara síðasta áfangann með Útivist um Kóngsveginn, sunnudaginn 28. maí 2007. Það var ágætisveður, smá úði en ekkert að ráði. Fyrst skoðuðum við okkur um á Geysissvæðinu. Sáum þar konungssteinana þrjá, í tilefni konungskoma 1874, 1907 og 1921. Svo lá leiðin eftir Haukadalsvegi að meintri brú yfir Beiná, en sú brú var ekki greiðfær þegar á reyndi. Við löbbuðum þá eftir þjóðveginum yfir Tungufljót og settum þar stefnuna til norðausturs. Síðan tók við gestaþraut að komast yfir skurði, einn slaðast örlítið við að stökkva yfir og haldraði stóran hluta af leiðinni. Þegar að Gullfossi var komið fór maður að taka myndir af honum og bíða eftir Marrit sem var greinilega mætt á svæðið (bíllinn beið á bílastæðinu) með heitt kakó og aðra hressingu. Hún var hins vegar hvergi sjáanleg. Kom þó tímanlega áður en rútan fór og gat opnað bílinn og gefið okkur veitingar. Fjórtán konur og menn fengu viðurkenningu fyrir að hafa náð öllum áföngunum. Ég missti af einum áfanganum :(

Leiðin samkvæmt GPS-tækinu var 12,3 kílómetrar og tók rúma fjóra klukkutíma. Fór ég þarna tvöhundruðusta kílómetran með Útivist og Ferðafélaginu.
Read More
  • Aðalhvatamaðurinn að raðgöngunni eftir Kóngsveginum, Sigurður Jóhannsson, við stein merktum Friðriki VIII sem kom 1907.

    Aðalhvatamaðurinn að raðgöngunni eftir Kóngsveginum, Sigurður Jóhannsson, við stein merktum Friðriki VIII sem kom 1907.

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Konungsstein í tilefni heimsóknar Friðriks VIII árið 1907.

    Konungsstein í tilefni heimsóknar Friðriks VIII árið 1907.

  • Konungssteinn í tilefni heimsóknar Kristjáns X árið 1921.

    Konungssteinn í tilefni heimsóknar Kristjáns X árið 1921.

  • Brúin yfir Beiná var ekki í góðu ástandi.

    Brúin yfir Beiná var ekki í góðu ástandi.

  • Konungssteinn í tilefni komu Kristjáns IX árið 1874.

    Konungssteinn í tilefni komu Kristjáns IX árið 1874.

  • Untitled photo
  • Gullfoss

    Gullfoss

  • Gullfoss

    Gullfoss

  • Gullfoss

    Gullfoss

  • Gullfoss

    Gullfoss

  • Fjórtánmenningarnir sem fóru alla leggina í raðgöngunni eftir Kóngsveginum.

    Fjórtánmenningarnir sem fóru alla leggina í raðgöngunni eftir Kóngsveginum.

  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2023 SmugMug, Inc.