Kóngsvegurinn (K1)
Útivist setti upp raðgöngu "Kóngsvegurinn". Tilefnið er ferð Friðriks VIII konungs Íslands og Danmerkur til Þingvalla, Geysis og Gullfoss 1907. Fyrsti hlutinn var 4. mars 2007. Farið var frá BSÍ með rútu upp í Orkuminjasafnið. Leiðin lá upp Elliðaárdal að Rauðavatni og yfir í Djúpadal. Stoppað var og áð í Rauðhólum og stutt stopp var við Geitháls. Vegalengd 13 km. Hækkun 150 m. Göngutími 3 klst.
Fararstjóri var Sigurður Jóhannsson.
Read MoreFararstjóri var Sigurður Jóhannsson.