gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivera
  2. Kongsvegurinn

Kóngsvegurinn (K5)

Laugarvatn - Úthlíð Útivist hélt áfram með Kóngsveginn. Sunnudaginn 29. apríl var farið frá Laugarvatni að Úthlíð. Kóngsvegurinn er nokkuð greinilegur á köflum. Niðurgrafinn og fullur af drullu. Drullan hafði þó þornað nokkuð undanfarna daga og gekk bara vel að ganga. Við þurftum að vaða til að komast yfir á og blotnaði ég smávegis. Við tók stefnu full langt í norður og þurftum að ganga aðeins suður með Brúará áður en við komum að Brúarfoss. Við Brúarfoss er brú þar sem áður var steinbogi. Brú var byggð 1901 og er steinhleðslan úr þeirri brú enn til staðar. Sagan segir að kona Skálholtsbiskups hafi látið brjóta steinbogann árið 1602 til að hefta för umrenninga að Skálholti. Stuttu eftir brúnna þurftum við að fara yfir annað vað og gekk það betur þó lengra væri. Við gegnum svo að kirkjunni í Úthlíð þar sem Sæmundur náði í okkur. Í fyrstu var áætlað að leiðarlok yrðu í Miðhúsum en fararstjórinn ákvað að láta eftir okkur að fara að Úthlíð. Ég var með Nikon vélina mína nýju. Hún var kolvitlaust stillt, sett á 1600 ISO í upphafi, eftir æfingar við Sólfarið kvöldið áður. Vegalengd 12 km. Göngutími 4 og 1/2 klst. Mesta hækkun var 50 m. Er ég nú búinn að arka 126 km. með Útivist á árinu og hef verið 44 klst. að. Fararstjóri Sigurður Jóhannsson.
Read More
  • Leiðin skv. GPS-tækinu mínu. Við þurftum að labba örlítinn spöl frá veginum að Kóngsveginum.

    Leiðin skv. GPS-tækinu mínu. Við þurftum að labba örlítinn spöl frá veginum að Kóngsveginum.

  • Búist til göngu

    Búist til göngu

  • Kóngsvegurinn framundan

    Kóngsvegurinn framundan

  • Untitled photo
  • Þessir fylgdust grant með göngugörpum

    Þessir fylgdust grant með göngugörpum

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Gamall og lúinn

    Gamall og lúinn

  • Þessir eltu okkur smáspöl

    Þessir eltu okkur smáspöl

  • Á fullri ferð

    Á fullri ferð

  • Hvar er best að fara yfir?

    Hvar er best að fara yfir?

  • Fararstjórinn í góðum gir

    Fararstjórinn í góðum gir

  • Untitled photo
  • Brúin við Brúarfoss, grjóthleðslan er 100 ára gömul.

    Brúin við Brúarfoss, grjóthleðslan er 100 ára gömul.

  • Brúarfoss

    Brúarfoss

  • Brúarfoss myndaður

    Brúarfoss myndaður

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Það var smá drulla á Kóngsveginum

    Það var smá drulla á Kóngsveginum

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2021 SmugMug, Inc.
    DSC_0136 097_edited-1.jpg
    Sumir voru vel búnir fyrir vað