gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivera
  2. Kongsvegurinn

Kóngsvegurinn (K4)

Fór þann 15. apríl með Útivist frá Gjábakka að Laugarvatni. Þetta var fjórði hlutinn í göngunni eftir Kóngsveginum. Við löbbuðum mest megnis eftir núverandi veg, en Kóngsveginn mátti sjá hér og þar beggja vegna hans. Við löbbuðum þó eftir Kóngsveginum þar sem hann var ekki drullusvað. Veðrið var lala, ekki of kalt, en gekk á með skúrum og élum. Við áðum fyrst rétt við veginn í Reyðarbarmshrauni, en þar fundum við smá laut. Skammt frá er Tintron um 20 metra djúpur hraunhellir og fleiri hella má finna á leiðinni frá Gjábakka. Frá Reyðarbarmi lá leiðin um Barmaskarð niður á Laugarvatnsvelli. Við áðum svo aftur skömmu seinna í Lagavantshellum, en þeir eru neðst í brekkunni upp af völlunum austan undir Reyðarbarmi. Í nokkur ár upp úr 1910 var búið í þeim og munu hafa fæðst þar tvær konur. Sonur annarar þeirra, Einar, var með í för. Hellarnir voru tveir, og hægt að komast á milli þeirra, voru kýr í öðrum, miðstöðvarhiting þess tíma. Framan við hellana var sett þil eins og var á torfhúsum. Vegalengdin skv. GPS tækinu mínu var 18,5 km. Mesta hækkun var 160 m. Þetta labb tók okkur 5 klukkustundir og 11 mínútur! Við lukum ferðinni í söluskálanum Bláskógar og fengum ís þar.

Fararstjóri var Sigurður Jóhannsson.
Read More
  • Gönguleiðin frá Gjábakka að Laugarvatni.

    Gönguleiðin frá Gjábakka að Laugarvatni.

  • Hæðarbreytingar á leiðinni.

    Hæðarbreytingar á leiðinni.

  • Fararstjôrinn, Sigurður Jóhannsson, segir frá.

    Fararstjôrinn, Sigurður Jóhannsson, segir frá.

  • Rigningin búin og allir úr regnfötunum

    Rigningin búin og allir úr regnfötunum

  • Beðið eftir hópnum

    Beðið eftir hópnum

  • Himininn lofaði ekki góðu

    Himininn lofaði ekki góðu

  • Kóngsvegurinn i öllu sinu veldi. Forarpyttur mest megnis, þar sem hann var ekki undir núverandi vegi.

    Kóngsvegurinn i öllu sinu veldi. Forarpyttur mest megnis, þar sem hann var ekki undir núverandi vegi.

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Útsýnið var fagurt.

    Útsýnið var fagurt.

  • Hópurinn þéttir sig

    Hópurinn þéttir sig

  • Þarna var hellir. Stelpnahellir nefndi einhver.

    Þarna var hellir. Stelpnahellir nefndi einhver.

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Á Gjábakkavegi

    Á Gjábakkavegi

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Í grænni lautu...

    Í grænni lautu...

  • Við hellinn sem var búseturstaður manna upp úr 1911. Í för var Einar nokkur, en móðir hans fæddist í hellinum.

    Við hellinn sem var búseturstaður manna upp úr 1911. Í för var Einar nokkur, en móðir hans fæddist í hellinum.

  • Smá regnbogi yfir Laugarvatni

    Smá regnbogi yfir Laugarvatni

  • Laugarvatn.

    Laugarvatn.

  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2023 SmugMug, Inc.
    Gönguleiðin frá Gjábakka að Laugarvatni.
    Hæðarbreytingar á leiðinni.