Elliðaárdalur
Ég fór þriðjudagskvöldið 3. júlí í göngu- og fræðsluferð um Elliðarárdalinn á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Stefán Pálsson var leiðsögumaður og fræddi okkur um ýmislegt á svæðinu og hafði stór orð um skógræktina í dalnum, aðallega til að pirra garðyrkjustjóra Orkuveitunnar sem var með í för. Við fræddumst um ýmislegt skemmtilegt. Í toppstöðinni var t.d. rafmagnsframleiðsla þegar voru álagstoppar hjá rafveitunni. Var þar framleitt rafmagn með kolum, olíu og tilraunir gerðar með vestfirskan sultarbrand. Þar hinum megin við ánna eru fornminjar frá Innréttingum Skúla fógeta. Rétt við dalinn eru hús sem eru ekki á skipulagi og fá ekki að tengjast hitaveitunni, sem er kómískt því í dalnum eru nokkrar borholur (faldar í rauðum skúrum). Ekki var stoppað við Skötufoss þar sem morð var framið, vegna þess að langt er síðan sá atburður gerðist og morðinginn fannst. Engin rafmagnsframleiðsla er í stöðinni yfir sumartímann.
Röltið var 4,4 kílómetrar og tók tæpar tvær klukkustundir.
Read MoreRöltið var 4,4 kílómetrar og tók tæpar tvær klukkustundir.