Marardalur
Sunnudaginn 11. maí fór ég með Orkuveitunni í göngutúr á Hengilsvæðinu. Við fórum á bílunum að Bólavöllum og löbbuðum í gegnum Engidal og fram hjá sæluhúsi í Múlaseli. Veðrið lék ekki við okkur, þoka og rigning mest alla leiðina. Marardalur er umkringdur hamraveggjum, en botninn er flatur og grasi vaxinn. Áður fyrr var Marardalur notaður sem nautgriparétt. Bændur úr Ölfussi ráku nautgripi þangað og hlóðu steinum fyrir innganginn. Þar var síðasta hreindýrið á Reykjanesi drepið.
Gönguleiðin var alls 11,2 kílómetrar og var gengin á tæpum þremur tímum.
Read MoreGönguleiðin var alls 11,2 kílómetrar og var gengin á tæpum þremur tímum.