Brennisteinsfjöll 18. nóvember 2012
Skundi hélt í Brennisteinsfjöll sunnuaginn 18. nóvember. Gangan hófst við sæluhúsið við Bláfjallaveg og var gengið upp í Grindarskörð, nánar tiltekið Kerlingarskarð. Haldið var áfram undir Draugahlíðum að brennisteinsnámu í fjallinu. Þar var áð og horft yfir námusvæðið. Til baka var haldið yfir Draugahlíðar að Grindarskörðum. Útsýnið var hið besta. Hægt sjá til hafs í norður og suður. Einnig greindum við Surtsey, Heimaey og Eyjafjallajökul.
Read More