Esja febrúar 2008
Á öðrum degi febrúar 2008 ákvað Skundi að æða upp að Steininum við Þverfellshorn á Esju. Það átti að vera kalt í veðri en menn ætluðu ekki að láta það á sig fá. Vindur átti að vera lítill og gott skyggni. Þegar á reyndi var töluverður vindur og sumir lendu í erfiðleikum með að standa í lappirnar. Þegar við vorum hálfnuð upp var ákveðið að nú væri komið nóg - allir búnir að prófa búnaðinn og ágætis innkaupalisti tilbúinn í huganum. Lambúshetta og vindheldari buxur hjá mér.
Við vorum fimm sem fórum upp og löbbuðum þrjá og hálfan kílómetra á einni og hálfri klukkustund.
Read MoreVið vorum fimm sem fórum upp og löbbuðum þrjá og hálfan kílómetra á einni og hálfri klukkustund.