Flatafell í Grímannsfelli
Gönguklúbburinn fór upp á Flatafell 7. ágúst. Var þetta fimmta ferðin klúbbsins. Ferðin gekk vel við fórum leið sem búið var að stika út. Veðrið var gott til göngu, en ekki jafngott til myndatöku. Eftir eru tveir tindar á Grímannsfellinu, Stórhóll og Hjálmur (eða Kollhóll). Grímannsfellið, sem Ari Trausti segir að sé "lúið fjall", var því ekki sigrað alveg í þessari ferð. Við vorum níu að þessu sinni.
Við löbbuðum 5,2 kílómetra á rúmum tveimur tímum. Hækkunin var um 350 metrar.
Read MoreVið löbbuðum 5,2 kílómetra á rúmum tveimur tímum. Hækkunin var um 350 metrar.