Húsfell með Skunda
Skundi fór sunnudaginn 11. janúar í göngu á Húsfell. Ferðin hófst við vatnsból Hafnfirðinga, Kaldársel. Við tókum smá krók í norðvestur og fórum svo meðfram gamalli garðhleðslu sem þjónaði vatnsveitu Hafnfirðinga líklega milli 1920 og 1950. Við gengum að Níutíumetrahelli, næst Vatnshelli og svo Rauðshelli. Ekki fórum við inn í hellana en skoðuðum muna þeirra. Það var gert stutt stopp í Valabóli Farfugla. Við fórum þar inn í Músarhelli, skoðuðum aðstæður og kvittuðum í gestabókina. Næst var stefnan sett að Húsfelli yfir Mygludal. Eftir að hafa skoðað útsýnið, áð og tekið hópmynd héldum við niður af Húsfellinu á línuveg og örkuðum eftir honum þar til við sáum á milli Helgafells og Valahnúka. Gengum svo greitt milli Helgafells og Valahnúka að bílnum við Kaldársel.
Alls gengum við 10,1 kílómeter á þremur og hálfri klukkustund. Upphækkun hefur verið um 250 metrar.
GPS slóðin á WikiLoc
Read More