gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivera
  2. Skundi

Heiðmörk

Skundi fór og gekk í Heiðmörk fullveldisdaginn 1. desember. Veðrið var fínt og gott til göngu. Gangan hófst á nesinu milli Helluvatns og Elliðavatns. Við gerðum stutt stopp í Elliðavatnsbænum og skoðuðum jólamarkað Skógræktarfélagsins. Svo var skundað út Þingnes, en þar var Kjalarnesþing háð um tíma og stofnun Alþingis 930 líklega undirbúin. Við gengum eftir göngustígum að Vígsluvöllum, en þar vígði Gunnar Thoroddsen útivistarsvæðið í Heiðmörk 1950. Undanfari er lundur þar sem fyrstu trén voru gróðursett 1949. Svo var farið framhjá Gvendarbrunnum, vatnsbóli Reykvíkinga, að bílastæðinu. Að göngu lokinni komum við aftur við í Elliðavatnsbænum og fengum okkur heitt súkkulaði og vöfflur.

Við gengum 8,6 kílómetra á tveimur og hálfum tíma.
Read More
  • Gönguleiðin séð í Google Earth

    Gönguleiðin séð í Google Earth

  • Untitled photo
  • Bautasteinn við Vígsluflöt

    Bautasteinn við Vígsluflöt

  • Horft yfir Helluvatn

    Horft yfir Helluvatn

  • Klakabönd

    Klakabönd

  • Klakabönd

    Klakabönd

  • Klakabönd

    Klakabönd

  • Klakabönd

    Klakabönd

  • Álfhildur myndar klakabönd

    Álfhildur myndar klakabönd

  • Ingvi, Álfhildur og Þorbjörg, Elliðavatnsbærinn í bakgrunni.

    Ingvi, Álfhildur og Þorbjörg, Elliðavatnsbærinn í bakgrunni.

  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2022 SmugMug, Inc.